Ákvarðanir um orkuskipti geta verið flóknar. Reiknivélin hérna fyrir neðan ber saman heildarkostnað yfir 15 ára notkunartíma dísil og rafmagnsbifreiða. Með því að taka tillit til þátta eins og orkukostnaðar, innkaupaverðs, afskrifta, viðhaldskostnaðar, og fleira gefur reiknivélin skýra mynd af kostum og göllum við hvern valkost. Hægt er að breyta forsendum eftir þörfum til að sérsníða útreikninga að mismunandi aðstæðum.
Upplýstu ákvörðun þýðir betri fjárfesting!
Orkuskipti stærri ökutækja þarf að undirbúa vel. Þau nota mikla orku og því lykilatriði að huga strax að uppbyggingu innviða svo hægt sé að anna hleðsluþörf, í mörgum tilfellum þarf t.d. að stækka heimtaug sem getur tekið nokkra mánuði. Áður en rafbílarnir eru teknir í notkun þarf að vera búið að undirbúa komu þeirra vel. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem gott er að huga að áður en farið er af stað.
Hleðslubúnaður, stækkun heimtauga, uppsetning og rekstur á búnaði
Styrkir til kaupa á rafbílum og hleðslubúnaði og aðrar skattaívilnanir.
Nú er ekki aðeins hægt að fá rafdrifna fólksbíla heldur einnig rútur og flutningabíla. Sumir atvinnubílar þurfa mun öflugri hleðslustöðvar en fólksbílar og því fyrsta skrefið í orkuskiptum flóknara en ella. Við aðstoðum með fyrstu skrefin í átt að orkuskiptum með því að veita þér upplýsingar um hvaða ökutæki eru í boði, ásamt hleðslubúnaði og reiknivél til að sjá hvernig dæmið kemur út.