Sjáðu hvaða söluaðilar á Íslandi bjóða upp á rafdrifna sendibíla. Finndu út úr því hvað þeir kosta, hvað þeir nota mikla orku/100km og settu það inni í reiknivélina.
Veltir selur rafknúin ökutæki frá Volvo. Þar á meðal rafmagnsvörubíla, rafmagnsrútur og rafmagnsvinnuvélar.
Orkuskipti stærri ökutækja þarf að undirbúa vel. Þau nota mikla orku og því lykilatriði að huga strax að uppbyggingu innviða svo hægt sé að anna hleðsluþörf, í mörgum tilfellum þarf t.d. að stækka heimtaug sem getur tekið nokkra mánuði. Áður en rafbílarnir eru teknir í notkun þarf að vera búið að undirbúa komu þeirra vel. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem gott er að huga að áður en farið er af stað.
Hleðslubúnaður, stækkun heimtauga, uppsetning og rekstur á búnaði
Styrkir til kaupa á rafbílum og hleðslubúnaði og aðrar skattaívilnanir.