Ívilnanir

Styrkir: Í byrjun árs 2024 var tekið upp nýtt hvatakerfi fyrir orkuskipti fólksbifreiða. Í stað þess að fá 1.320.000 kr. afslátt af virðisaukaskatti veitir Orkusjóður 900.000 kr. styrk til kaupa á rafbíl sem kostar að hámarki 10 m.kr. og 500.000 kr. fyrir sendibíla - sjá nánar um rafbílastyrki HÉR. Orkusjóður veitir einnig styrki til kaupa á stærri ökutækjum og hleðslustöðvum og eru þeir yfirleitt auglýstir á vorin.


Skattar og veggjöld: Kílómetragjald fyrir rafbíla var sett á 2024 sem gildir fyrir fólksbíla. Stefnt er að því að frá og með árinu 2025 verði greitt kílómetragjald fyrir notkun allra ökutækja. Nánar má lesa um innleiðingu á nýju samræmdu gjaldtökukerfi fyrir notkun vegasamgangna inn á upplýsingavef stjórnvalda: https://vegirokkarallra.is/

Orkusjóður

Fólksbílar:  900.000 króna styrkur
Sendibílar:  500.000 króna styrkur
Stærri ökutæki: allt að 1 m.kr. fyrir hvert tonn, hámark 14,2 m.kr. (árið 2023)
Hleðslustöðvar: fyrir stórnotendur

Sjá meira
arrow_right_alt

Vegir okkar allra

Allar helstu upplýsingar um skatta og veggjöld
Kílómetragjald
: innleitt 2024 og útvíkkað 2025

Sjá meira
arrow_right_alt