Styrkir: Í byrjun árs 2024 var tekið upp nýtt hvatakerfi fyrir orkuskipti fólksbifreiða. Í stað þess að fá 1.320.000 kr. afslátt af virðisaukaskatti veitir Orkusjóður 900.000 kr. styrk til kaupa á rafbíl sem kostar að hámarki 10 m.kr. og 500.000 kr. fyrir sendibíla - sjá nánar um rafbílastyrki HÉR. Orkusjóður veitir einnig styrki til kaupa á stærri ökutækjum og hleðslustöðvum og eru þeir yfirleitt auglýstir á vorin.
Skattar og veggjöld: Kílómetragjald fyrir rafbíla var sett á 2024 sem gildir fyrir fólksbíla. Stefnt er að því að frá og með árinu 2025 verði greitt kílómetragjald fyrir notkun allra ökutækja. Nánar má lesa um innleiðingu á nýju samræmdu gjaldtökukerfi fyrir notkun vegasamgangna inn á upplýsingavef stjórnvalda: https://vegirokkarallra.is/
Fólksbílar: 900.000 króna styrkur
Sendibílar: 500.000 króna styrkur
Stærri ökutæki: allt að 1 m.kr. fyrir hvert tonn, hámark 14,2 m.kr. (árið 2023)
Hleðslustöðvar: fyrir stórnotendur
Allar helstu upplýsingar um skatta og veggjöld
Kílómetragjald: innleitt 2024 og útvíkkað 2025
Nú er ekki aðeins hægt að fá rafdrifna fólksbíla heldur einnig rútur og flutningabíla. Sumir atvinnubílar þurfa mun öflugri hleðslustöðvar en fólksbílar og því fyrsta skrefið í orkuskiptum flóknara en ella. Við aðstoðum með fyrstu skrefin í átt að orkuskiptum með því að veita þér upplýsingar um hvaða ökutæki eru í boði, ásamt hleðslubúnaði og reiknivél til að sjá hvernig dæmið kemur út.