söluaðilar

Hraðhleðslustöðvar

Með stærri rafhlöðum þarf öflugri hleðslustöðvar. Hér fyrir neðan má finna alla helstu söluaðila hraðhleðslustöðva á Íslandi.

Val á búnaði

Gott að hafa í huga

Við val á hraðhleðslustöð fyrir atvinnubílaflota er mikilvægt að hafa nokkra lykilþætti í huga. Skoðaðu eftirfarandi atriði til að tryggja val á hentugri hraðhleðslustöð:

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir fjölbreyttar hleðslulausnir fyrir mismunandi tegundir ökutækja.

Söluaðilar með hraðhleðslustöðvar

RST Net

Selja hleðslustöðvar frá Kempower og YES-EU. Bjóða upp á þjónustusamninga um rekstur hleðslustöðva.

Sjá meira

Ísorka

Eru með hraðhleðslustöðvar frá Alpitronic, Kempower og Wallbox.

Sjá meira

Johan Rönning

Eru með hraðhleðslustöðvar frá ABB og EVlink

Sjá meira

Vantar einhvern?

Veistu um aðila sem selur hraðhleðslustöðvar sem vantar á þessa síðu?

Takk fyrir að hafa samband. Við munum heyra í þér fljótlega.
Úps! Það fór eitthvað úrskeiðis, prófaðu aftur eða sendu okkur tölvupóst á orkuhladan@orkuhladan.is
Fróðleikur

Af hverju hleður bíllinn ekki hraðar?

Allar rafhlöður nota jafnstraum (DC) en flutnings- og dreifikerfi raforku er byggt upp á riðstraumi (AC). Til að geta hlaðið rafbíla þarf því að breyta riðstraumi (AC) yfir í jafnstraum (DC) sem er gert með aflbreytum.

Allir rafbílar eru með innbyggðar aflbreytur sem eru notaðar þegar stungið er í samband við 22 kW heimahleðslustöð, flestir rafbílar eru þó einungis með 11 kW innbyggða aflbreytu.

Þegar hlaðið er í hraðhleðslustöð á jafnstraumi (DC) er margt sem getur haft áhrif á hleðsluhraða en ágætt er að hafa í huga að afl samanstendur af:

Spenna (V) * Straumur (A) = Afl (kW)