Með stærri rafhlöðum þarf öflugri hleðslustöðvar. Hér fyrir neðan má finna alla helstu söluaðila hraðhleðslustöðva á Íslandi.
Við val á hraðhleðslustöð fyrir atvinnubílaflota er mikilvægt að hafa nokkra lykilþætti í huga. Skoðaðu eftirfarandi atriði til að tryggja val á hentugri hraðhleðslustöð:
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir fjölbreyttar hleðslulausnir fyrir mismunandi tegundir ökutækja.
Veistu um aðila sem selur hraðhleðslustöðvar sem vantar á þessa síðu?
Allar rafhlöður nota jafnstraum (DC) en flutnings- og dreifikerfi raforku er byggt upp á riðstraumi (AC). Til að geta hlaðið rafbíla þarf því að breyta riðstraumi (AC) yfir í jafnstraum (DC) sem er gert með aflbreytum.
Allir rafbílar eru með innbyggðar aflbreytur sem eru notaðar þegar stungið er í samband við 22 kW heimahleðslustöð, flestir rafbílar eru þó einungis með 11 kW innbyggða aflbreytu.
Þegar hlaðið er í hraðhleðslustöð á jafnstraumi (DC) er margt sem getur haft áhrif á hleðsluhraða en ágætt er að hafa í huga að afl samanstendur af:
Spenna (V) * Straumur (A) = Afl (kW)