Um Okkur

Orkuskiptu.is er ætlað að hjálpa fyrirtækjum að taka upplýsta ákvörðun um orkuskipti í bílaflota þeirra með áherslu á stærri ökutæki. Stærri ökutæki eru aðeins um 13% af bílaflota landsins en bera  ábyrgð á yfir 30% af losun frá vegasamgöngum. Ef Ísland ætlar að ná að draga úr losun og standa við alþjóðlegar skuldbundingar sínar í loftslagsmálum þarf að spýta í lófana.

Reiknivélin á forsíðunni er innblásin af tóli PG&E og AFLEET sem eru mjög ítarlegar reiknivélar hugsaðar fyrir Bandaríkjamarkað og miðast allar forsendur við það. Það vantaði því tól fyrir Ísland þar sem hægt er að setja inn sér-íslenskar forsendur. Sumar sjálfgefnar forsendur í reiknivélinni voru teknar frá AFLEET, t.d. rekstrarkostnaður á ekinn km, innkaupaverð, orkunotkun á 100 km, afskriftir og fleira.

Hugmyndasmiður síðunnar er Hjalti Sigmundsson, hagfræðingur. Hjalti gerði heimasíðuna er hann starfaði hjá RST Net, sem deildarstjóri orkuskiptadeildar fyrirtækisins.  Hann gerði reiknivélina í GRID, setti upp heimasíðuna og hannaði logo en myndbandsgerð og kynningarefni var unnið af Jóeli Daða hjá Ímynd Productions.

Loftslagssjóður veitti RST Net styrk fyrir verkefninu og erum við þeim afar þakklát fyrir stuðninginn.